Háskóli Íslands

Rannís-styrkur til rannsóknar um líkamlega gagnrýna hugsun

Prófessorarnir Björn Þorsteinsson og Sigríður Þorgeirsdóttir leiða verkefni sem fékk styrk úr Rannsóknasjóði (Rannís) 2018-2020. Verkefnið heitir: „Líkamleg gagnrýnin hugsun“. Þau munu rannsaka og prófa kenningar um líkamnaða gagnrýna hugsun. Verkefninu lýkur með útgáfu handbókar og mun vonandi hafa jákvæð áhrif á kennslu í gagnrýninni hugsun til framtíðar. Björn og Sigríður vinna verkefnið í samstarfi við alþjóðlegan hóp fræðimanna og munu þrír doktorsnemar vinna með þeim.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um verkefnið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is