Háskóli Íslands

RUV: Rætt við Eyju M. Brynjarsdóttur um Mary Wollstonecraft

Eyja Margrét Brynjarsdóttir er ritstjóri Lærdómsrita Bókmenntafélagsins, en nýlega kom út í þeirri ritröð A Vindication of the Rights of Woman eftir Mary Wollstonecraft.

Til varnar réttindum konunnar er þýtt af Gísla Magnússyni, en bókin kom fyrst út 1792 og er eitt fyrsta, ef ekki hið fyrsta verk á Vesturlöndum sem talaði fyrir réttindum kvenna.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir ræddi við Eyju Margréti um lífshlaup Wollstonecraft og hugmyndir um kvenfrelsi sem reifaðar voru í verki hennar. Dóttir Wollstonecraft Mary Shelley átti einnig eftir að marka spor sín á bókmenntasöguna þegar hún gaf út skáldsöguna Frankenstein árið 1818.

Orð*um bækur var á dagskrá á laugardaginn 24. febrúar kl. 16:05, á Rás 1. Í þættinum var fjallað um mæðgurnar Mary Wollstonecraft og Mary Shelley og verk þeirra.

Umsjónarmaður var Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesari með henni var Jóhannes Ólafsson. Tæknimaður var Einar Sigurðsson.

Viðtalið má heyra í heild sinni hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is