Háskóli Íslands

RUV: Viðtal við Tom Digby

„Til þess að hegðun manna breytist verða þeir að vera meðvitaðir um áhrif karlmennskunnar á eigið líf,“ segir bandaríski heimspekingurinn Tom Digby en hann hefur kennt og skrifað um karlmennsku, kyn og heimspeki undanfarin 30 ár.

Digby hélt fyrirlestur um óstöðugleika karlmennskunnar í Háskóla Íslands fyrir viku en hann segir í samtali við Lestina á Rás 1 að krísa karlmennskunnar hafi staðið yfir lengi þó samfélagið sé fyrst núna að veita henni athygli. „Konur eru að vakna upp og verða meðvitaðri fyrir áhrifum karlmennskunar. Karlmennskan er ekki aðeins skaðleg konum heldur einnig körlum,“ segir Digby og bætir því við að í Bandaríkjunum virðist fjöldi karlmanna upplifa metoo byltinguna sem árás á sig. Hann vonast þó til að karlmenn átti sig á því með tímanum að það sé þeim í hag að rýna í karlmennskuna með gagnrýnum hætti. „Ég lýsi þessu sem svo að karlmennskan sé menningarlega forrituð í mennina. Menn sem eru menningarlega forritaðir til að vera harðir af sér eða sterkir og eiga það til að vera þannig út lífið, burtséð frá aðstæðum, burtséð frá því hvort slíkrar hegðunar sé þörf eða ekki.“ segir Digby.

Viðtalið má heyra í heild sinni hér.

Málþing: Heimspekin og leitin að karlmennskunni

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is