Háskóli Íslands

Um stofnunina

Heimspekistofnun Háskóla Íslands annast rannsóknir í heimspeki, gengst fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum og gefur út fræðirit.

Sjá nánar um hlutverk stofnunarinnar í starfsreglum hér á heimasíðunni.

Hugvísindastofnun, sem Heimspekistofnun á aðild að, er til húsa á 3. hæð í Aðalbyggingu. Þar hefur verkefnisstjóri aðsetur og nýtur Heimspekistofnun aðstoðar hans við bókhald, heimasíðu og fleira.

Stjórn Heimspekistofnunar skipa Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor (formaður), Gunnar Harðarson prófessor og Gústav Adolf Bergmann doktorsnemi.

Umsjón með dreifingu útgáfurita stofnunarinnar hefur Háskólaútgáfan.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is