Heimspekistofnun er faglega sjálfstæð rannsóknarstofnun innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Stofnunin annast grunnrannsóknir í heimspeki og leitast við að efla tengsl rannsókna og kennslu og veita rannsóknanemum þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum. Heimspekistofnun gengst fyrir ráðstefnum, málstofum, fyrirlestrum og hvers konar annarri starfsemi sem stutt gæti rannsóknir og kennslu á fræðasviðinu og eflt tengsl við alþjóðlegt háskólasamfélag og íslenskt þjóðlíf. Stofnunin styrkir útgáfu heimspekirita og ráðstefnur um heimspeki.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á póstlista Heimspekistofnunar til að fá tilkynningar um viðburði á vegum stofnunarinnar.