Fyrirlestrar og málstofur

 • Nat Hansen heldur fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands í stofu 304 í Árnagarði, 1. október kl. 15. Fyrirlesturinn nefnist „Sókratískar kannanir“ (Socratic questionnaires). Nánar á hi.is.
 • Benjamin B. Olshin heldur fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands í stofu 220 í Aðalbyggingu, fimmtudaginn 23. september kl. 12. Fyrirlesturinn nefnist „A Philosophy of Reality: Simulated Universes and Their Problems“, eða Heimspeki veruleikans: vandinn við hermialheima. Nánar á hi.is.
 • Í tilefni af útgáfu bókarinnar Handbók Oxford um femíníska heimspeki (e. The Oxford Handbook of Feminist Philosophy, Oxford, 2021), ritstýrðri af Kim Q. Hall og Ástu Kristjönu Sveinsdóttur, efnir Heimspekistofnun Háskóla Íslands til kynningar á bókinni og umræðu um efni hennar í Árnagarði 201 þann 24. júní kl. 16 til 17:30. Nánar á hi.is.

 • Lars Hertzber, prófesor emerítus í heimspeki við Åbo-háskóla í Finnlandi, flytur fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands í stofu 101 á Háskólatorgi fimmtudaginn 20. febrúar 2020 kl. 15:00. Fyrirlesturinn nefnist „Why do We Feel a Grammatical Joke to be Deep“. Nánari upplýsingar á hi.is
   
 • Douglas L. Berger, prófessor í hnattrænni heimspeki og samanburðarheimspeki við Leiden Háskóla í Hollandi, flytur erindi um hugtakið „wuwei“ í Ferlinu og dygðinni (Daodejing – Bókinni um veginn) og áskoranir þvermenningarlegrar heimspeki í Veröld 18. febrúar 2020. Nánar á hi.is.
 • Anna Gotlib, dósent við Brooklyn College CUNY, flytur erindi á vegum Heimspekistofnunar og Siðfræðistofnunar föstudaginn 17. janúar kl. 12 í Gimli 102. Erindið er flutt á ensku en titill þess útleggst á íslensku: Minningar um myrka hluti: Andmæli gegn því að skálda hver við erum. Nánar á hi.is.

 • Stefán Snævarr, prófessor í heimspeki, flytur fyrirlestur 1. október 2019 þar sem hann kynnir heimatilbúna speki sína sem hann nefnir „póetíska verk- og byggingarhyggju“ (PVB) (e. poetic pragmatism-constructivism). Nánar á hi.is.
 • Í ár eru 130 ár liðin frá fæðingu Ludwig Wittgensteins. Af því tilefni heldur Elmar Geir Unnsteinsson, sérfræðingur á Heimspekistofnun, fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar 26. apríl 2019.Titill erindisins er Eintal, samtal og óheilindi. Nánar á hi.is.
   
 • Donata Schoeller flytur fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar 29. mars 2019.Titill erindisins er Leitandi málgjörðir: Að draga fram bakgrunnsþekkingu og gera hana að merkinguNánar á hi.is.
   
 • Matthias Jung, prófessor í heimspeki við Háskólann í Koblenz, heldur erindi á vegum Heimspekistofnunar í Lögbergi 103, þann 7. mars kl. 15.30. Erindið nefnist Situations, Social Ideals, and the Right to Reasons. Matthias Jung er staddur hér á vegum rannsóknaverkefnisins, Embodied Critical Thinking (www.ect.hi.is), en rannsóknir hans á undanförnum árum hafa m.a. snúist um líkamlegar forsendur þekkingar og gagnrýninnar hugsunar.

 • Jóhannes Dagsson: Ásetningur og þekking í skapandi ferli. Hádegisfundur Heimspekistofnunar í tilefni af Alþjóðlega heimspekideginum (World Philosophy Day) fimmtudaginn 15. nóvember 2018 kl. 12:00–13:00 í Odda 206. Nánar á hi.is.
 • Hádegisfundur MARK Miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna í samvinnu við Heimspekistofnun Háskóla Íslands miðvikudaginn 21. nóvember kl. 12:00–13:00 í Sal 5 í Háskólabíói (HB 5). Valgerður Pálmadóttir: Um hið persónulega og hið pólitíska: Frá kvennabaráttu til mannréttinda. Í fyrirlestrinum kynnir dr. Valgerður Pálmdóttir doktorsritgerð sína í hugmyndasögu sem hún varði við háskólann í Umeå 9. nóvember síðastliðinn. Nánar á hi.is.

 • Í fyrirlestri sínum, Constructing Morals – Progressive Norm Prioritarianism, útlistar Christoph Lumer, prófessor við Háskólann í Siena, drög að smíðahyggju um siðakerfið. Nánar á hi.is.

 • Miðvikudaginn 20. júni kl 15:00 - 16:30 heldur Claire Petitmengin opin fyrirlestur sem mun marka upphafið af rannsóknarverkefninu "Líkamleg gagnrýnin hugsun" eða "Embodied Critical Thinking". Erindið ber heitið "Exploring the hidden side of lived experience through Micro-Phenomenology" og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Nánar um erindið í auglýsingu hér að neðan. ​Verkefnið „Líkamleg gagnrýnin hugsun“ snýst um kerfisbundna, djúptæka og verklega endurskoðun á gagnrýninni hugsun, bæði sem hugtaki og iðju, með beitingu nýlegra kenninga og rannsókna sem varða líkamleika og reynsluhugsun. Verkefnið gengur út frá þeirri forsendu að í líkamleikanum sé að finna þann týnda þátt sem ríkjandi hugmyndir um gagnrýna hugsun skortir; eða, með öðrum orðum, að líkamleikinn sé sá veruleiki sem við þurfum að leggja til grundvallar þegar gagnrýnin hugsun er endurskoðuð, bæði á sviði kenninga og þjálfunar. Verkefnið hefur þegið styrk frá RANNÍS og er undir stjórn Sigríðar Þorgeirsdóttur, Björns Þorsteinssonar og Donata Schoeller. Nánar um verkefnið hér. Hér má einnig finna Facebook síðu verkefnisins.

 • Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og Heimspekistofnun, Háskóla Íslands, kynna erindi Graham Parkes: "Lýðræðisumbætur fyrir tíma loftslagsbreytinga með aðstoð forn-kínverskrar og -grískrar heimspeki". Graham Parkes er rannsóknarprófessor við Heimspekistofnun Háskólans í Vín, Austurríki, og gestaprófessor við East China Normal University í Shanghai. Í erindinu verða færð rök fyrir því að ástæða sé til að tileinka sér nálganir jafnt forn-kínverskrar sem forn-grískrar heimspeki í viðleitni okkar til að komast að samkomulagi um viðeigandi pólitísk viðbrögð við loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Staður og stund: Hannesarholt, Grundarstíg 10, fimmtudaginn 3. maí, kl. 17-19.

 • Fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar og Námsbrautar í listfræði miðvikudaginn 2. maí, kl. 15 í Odda 106. Tine Melzer: „Talking to a stuffed parrot“. Listamaðurinn og fræðimaðurinn Tine Melzer (PhD) mun í erindi sínu fjalla um list og heimspeki í verki. Erindið er byggt á nýlegri bók hennar, Taxidermy for Language-Animals þar sem hún rannsakar tungumálið út frá mismunandi sjónarhornum – heimspeki, bókmenntum og myndlist – og rýnir í venjur og verkfæri tungumálsins. Hún ræðir leiki okkar með tungumálið og hvernig tungumálið leikur með okkur. Eins og tungumálið sjálft, þá eru málleikir byggðir á skynjun, venju og minni og þeir fara fram í samskiptum við aðra.
   
 • Christopher Framarin, prófessor í heimspeki við Calgary háskóla í Kanada, flytur fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar í Gimli 102 þriðjudaginn 17. apríl kl. 15:00-16:30. Fyrirlesturinn nefnist Karma and Habits. Sérsvið Christopher Framarin er indversk heimspeki og umhverfisheimspeki. Hér má nálgast nánari upplýsingar um hann. Lýsing á erindinu: Contemporary scholars tend to invoke the notion of habits (saṃksāras) to explain the theory of karma. Agents might perform right actions, and thereby develop good habits that lead to eventual success for the agent. Alternatively, agents might perform wrong actions, and thereby develop bad habits that lead to eventual failure for the agent. I outline what I take to be the most plausible version of this account. I then argue that even this revised version of the account faces serious objections.
   
 • Föstudaginn 13. apríl flytur Brian Ball (University of Oxford/New College of the Humanities) fyrirlestur um efni í hugspeki á vegum Heimspekistofnunar. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Árnagarði, frá 12 til 13. Titill: „Vehicles of Content and the Representational Theory of Mind“.
   
 • Fimmtudaginn 8. mars, kl. 12-13 mun Maria Robaskiewics, lektor í heimspeki við Háskólann í Paderborn, halda erindi um Heimspekideild Paderborn-Háskóla sem er Erasmus-samstarfsdeild Námsbrautar í heimspeki við Háskóla Íslands. Erindið verður haldið í Gimli 102. Þessi deild nýtur sérstöðu meðal heimspekideilda við þýska háskóla, en þetta er öflugasta setur í rannsóknum á konum í sögu heimspeki í Evrópu. Sjá: https://kw.uni-paderborn.de/en/fach-philosophie/forschung/history-of-women-philosophers/ Erindið er hugsað til kynningar á deildinni, en er ekki síst athyglisvert fyrir stúdenta í heimspeki eða hugmyndasögu sem hafa hug á skiptinámi gegnum Erasmus.

 • Fyrirlestur dr. Yang Guorong, prófessor í heimspeki við East China Normal University, Shanghai, um þróun heimspeki í Kína á áratugunum eftir opnun landsins? Hvernig hefur heimspeki þróast í Hver er hlutur marxisma, vestrænnar heimspeki og kínverskrar heimspeki í Kína um þessar mundir? Hvað merkir fyrir heimspeki í Kína að hýsa World Congress of Philosophy árið 2018.Fyrirlesturinn fer fram í Veröld 107, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 12-13:30 á vegum Heimspekistofnunar og Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa.
   
 • Daoísk hugmynd fornkínverska hugsuðarins Zhuangzi um „sanna uppgerð“. Paul J. D´Ambrosio kennir kínverska heimspeki við East China Normal University (Huadong shifan daxue) í Shanghai, Kína. Haldinn 26. október 2017. Sjá nánar hér.
   
 • The Nature and Immorality of Collective Revenge. Kit Christensen, prófessor emeritus við Bemidji State University í Bandaríkjunum. Haldinn 22. september 2017. Sjá nánar hér.
   
 • Autism, Aspect-Blindness, and Aspect-Perception. Janette Dinishak, prófessors í heimspeki við University of California Santa Cruz. Haldinn 13. september 2017. Sjá nánar hér.
   
 • Þrennskonar skilningur með hjálp ímyndunaraflsins. Mike Stuart, hjá London School of Economics, gerir grein fyrir þremur megintegundum skilnings sem þekkingarfræðingar hafa fjallað um: skýrskýringaskilingur, hlutskilningur og hagnýtur skilningur. Haldinn 8. mars 20017. Sjá nánar hér.

 • Aristotle and Non-Human Perception as flourishing. Chelsea S. Harry, prófessor í heimspeki við Southern Connecticut University, heldur fyrirlestur um heimspeki Aristótelsar um skynjun ómennskra dýra og hvernig þau dafna. 11. nóvember 2016. Sjá nánar.
   
 • "What Are Bradley's Ethical Studies About?" Dina Babushkina frá Heimspekideild Helsinkiháskóla með fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar um siðfræði Bradleys. 1. nóvember 2016. Sjá nánar.
   
 • Jim Behuniak on Daoism and John Dewet
  Jim Behuniak: “Intelligence and the Virtues of Dao-Learning: John Dewey and Daoism”. Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og Heimspekistofnun 11. október 2016. Sjá nánar.
   
 • Jim Behuniak: “Order and the One in the Daodejing”
  Jim Behuniak: “Order and the One in the Daodejing”. Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og Heimspekistofnun. 13. október 2016. Sjá nánar.
   
 • Adorno on Art and Philosophy
  Sven-Olov Wallenstein, prófessor í heimspeki við Södertörn háskóla í Svíþjóð heldur fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar. 4. október. Sjá nánar.
   
 • A-subjectivity in Pregnancy
  Fyrirlestur Jonna Bornemark, prófessors við heimspekideild Södertörnháskóla í Svíþjóð, á vegum Heimspekistofnunar. 27. september 2016. Sjá nánar.