Útgáfa

Heimspekistofnun gefur út bækur undir eigin merki og í samvinnu við Háskólaútgáfuna og önnur bókaforlög. Einnig hefur hún styrkt þýðingu fjölda verka sem komið hafa út á undanförnum árum og áratugum.

Útgáfuraðir stofnunarinnar eru þrjár, Hugsað meðHugur, tímarit Félags áhugamanna um heimspeki sem gefið er út í samstarfi við Heimsekistofnun og Ritröð Heimspekistofnunar. Ritröðin hóf göngu sína árið 1994 og er útgáfuvettvangur fyrir rannsóknir kennara og framhaldsnema í heimspeki, fyrir þýðingar á heimspekiritum, fornum sem nýjum og fyrir bækur sem ætlaðar eru til kennslu í heimspeki. Félagar í stofnuninni gefa einnig út verk sem byggjast á rannsóknum þeirra, ýmist sjálfir eða undir merkjum bókaforlaga.

  • Nýlegar bækur
  • Ritraðir
  • Önnur útgáfa