Header Paragraph
Afmælismálþing Heimspekistofnunar og heimspekikennslu við HÍ
Í ár eru liðin 40 ár frá stofnun Heimspekistofnunar Háskóla Íslands og 50 ár frá því að námsbraut í heimspeki var komið á laggarnir við skólann. Af því tilefni efnir Heimspekistofnun til málþings laugardaginn 3. desember kl. 13 í stofu 101 í Odda. Dagskrá málþingsins verður fjölbreytt og endurspeglar þannig þann fjölbreytileika sem er í heimspekirannsóknum á Íslandi.
Boðið verður upp á léttar veitingar í tilefni afmælanna. Öll velkomin!
Dagskrá:
- 13:00. Sigríður Þorgeirsdóttir, „Líkamleg gagnrýnin hugsun í samhengi heimspeki gagnrýninnar hugsunar“
- 13:30. Ólafur Páll Jónsson, „Hugsmíðar og sannleikur“
- 14:00. Stutt kaffihlé
- 14:15. Atli Harðarson,„Lífsleikni Spinoza: Hugleiðing um trúarheimspeki“
- 14:45. Svavar Hrafn Svavarsson, „Hvort viltu, sannleikann eða hamingjuna?“
- 15:15. Stutt kaffihlé
- 15:30. Nanna Hlín Halldórsdóttir, „Hlustað á þreytu: Af fyrirbærafræðilegri viðtalsrannsókn um ME/síþreytu og önnur litbrigði þreytu.“
- 16:00. Vilhjálmur Árnason, „Tengslabundið sjálfræði og siðfræði Kants“
- 16:30. Léttar veitingar í tilefni afmælanna.