Header Paragraph

Anna Gotlib flytur erindi

Image

Fimmtudaginn 9. júní kl. 15 í stofu G-301 í Gimli flytur Anna Gotlib málstofuerindi sem nefnist: „Minning, depurð og þrá: Fortíðarþá sem aðlögun að missi.“ Erindið verður flutt á ensku.

Enginn hörgull er á fortíðarþrá – hún er satt að segja alls staðar. Jafnt í tónlist sem tísku, sem kvikmyndum, jafnvel í matargerð eða hjá tilteknum viðsjárverðum stjórnmálastefnum virðist horft eða leitast við að horfa til baka. Í þessum fyrirlestri mun ég reyna að greiða í sundur ýmsar tegundir fortíðarþrár og hvata þeirra og spyrja hvort líta megi á söknuð fólks sem er landflótta sem mikilvæga og kannski nauðsynlega siðferðilega tilfinningu. Með vísun í hugtakaforða Janelle Wilson legg ég til að við lítum á fortíðarþrá sem „griðastað merkingar“. Hún er ekki bara flótti eða siðferðilegt aukaatriði eða þekkingarfræðilega kyrrstæð: Hún er mikilvæg úrvinnsla og endurbygging sjálfsmynda okkar, bæði sem einstaklinga og hópa, sem felur í sér endurlit en vindur fram í tíma. Ég legg því til að fortíðarþrá geti verið mikilvæg fyrir díakróníska (frekar en epísódíska) hugmynd um sjálfsmynd okkar. 

Anna Gotlib er dósent í heimspeki við Brooklyn College CUNY, Brooklyn, New York og Fulbright Specialist Visiting Scholar við Háskóla Íslands.

Image