Header Paragraph

Doktorsfyrirlestur um tilvist í sítengdum heimi

Image

Guðmundur Björn Þorbjörnsson hefur flutt doktorsfyrirlestur við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands, en hann varði doktorsritgerð sína, “The World Continues“. Repetition and Recollection in Hyper-Connectivity, við Vrije Universiteit í Brussel 1. júlí síðastliðinn. Um var að ræða sameiginlega doktorsgráðu við Vrije Universiteit í Brussel og Háskóla Íslands. Ritgerðin var unnin undir leiðsögn Karls Verstrynge, prófessors við VUB og Vilhjálms Árnasonar, prófessors við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði. Doktorsfyrirlesturinn fór fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, föstudaginn 14. október. (Smellið hér til að skoða myndir frá doktorsfyrirlestrinum).

Um rannsóknina

Í doktorsritgerðinni rannsakar Guðmundur Björn tilvist okkar í sítengdum heimi út frá hugsun Sörens Kierkegaard. Með hugmyndum sínum um endurtekningu og endurminningu kortleggur Kierkegaard tvær ólíkar, en um leið nátengdar, leiðir til að tjá mannlega tilvist sem lifaða reynslu. Markmið þessarar ritgerðar er að sýna hvernig þessar hugmyndir birtast í lífi hins sítengda sjálfs, og greina með augum Kierkegaards tilvist okkar í sítengdum heimi nútímans. Með því að skoða endurminningu og endurtekningu – og flókið samband Kierkegaards við veruleika dagblaða og fjölmiðlunar – er markmiðið að finna nýja leið fyrir tilvistarlega hugsun í fræðilegri umræðu um tilvist í sítengdum heimi.

Image