Header Paragraph

Erin Kelly fjallar um bókina Chasing Me to My Grave

Image

Heimspekistofnun og Sagnfræðistofnun kynna fyrirlestur um sögu og siðfræði: Chasing Me To My Grave: An Artist’s Memoir of the Jim Crow South

Miðvikudaginn 14. desember kl. 16, í Odda 101, mun Erin Kelly halda fyrirlestur um efni nýrrar bókar sem hún samdi ásamt Winfred Rembert, Chasing Me To My Grave: An Artist’s Memoir of the Jim Crow South. Bókin hlaut Pulitzerverðlaun fyrir skemmstu.

Í erindi sínu mun Erin ræða ævisögu og list Remberts. Jafnframt mun hún velta fyrir sér gildi frásagnarlistarinnar þegar kemur að því að vinna að réttlætisbótum í samfélögum sem byggja á arfleifð ranglætis, ekki síst í Bandaríkjunum.

Erin Kelly er prófessor í heimspeki við Tufts-háskóla í Massachusetts. Hún hefur áður samið bókina The Limits of Blame: Rethinking Punishment and Responsibility (Harvard University Press, 2018). Hún skrifar um siðfræði og stjórnmálaheimspeki, einkum í tengslum við refsirétt.

Um bókina 

Chasing Me To My Grave: An Artist’s Memoir of the Jim Crow South tells the remarkable life story of Black American artist, Winfred Rembert (1945-2021). Rembert grew up in a family of field laborers, joined the Civil Rights Movement as a teenager, survived a near-lynching at the hands of law enforcement, and spent seven years on chain gangs. His autobiographical paintings on carved and tooled leather have been exhibited at museums and galleries across the U.S. and compared to the work of Jacob Lawrence, Romare Beardon, and Horace Pippin. His Pulitzer Prize-winning memoir, Chasing Me to My Grave presents his breathtaking body of work alongside his story, as told to Tufts Philosopher Erin I. Kelly.

Smellið hér til að skoða heimasíðu Winfred Rembert.

Image