Header Paragraph

Femínísk heimspeki í dag

Image
The Oxford Handbook of Feminist Philosophy

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Handbók Oxford um femíníska heimspeki (e. The Oxford Handbook of Feminist Philosophy, Oxford, 2021), ritstýrðri af Kim Q. Hall og Ástu Kristjönu Sveinsdóttur, efnir Heimspekistofnun Háskóla Íslands til kynningar á bókinni og umræðu um efni hennar í Árnagarði 201 þann 24. júní kl. 16 til 17:30.

Framsögu hafa Ásta Kristjana, Eyja Margrét Brynjarsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir, og Þorgerður Einarsdóttir. Kristrún Heimisdóttir stýrir fundinum.

Bókin samanstendur af 46 ritgerðum sem gefa góða innsýn í femíníska heimspeki í dag, stöðu hennar, áhrif, og tengsl við aðrar hefðir og strauma. 

Hægt er að nálgast hana í bókabúðum og á netinu.

Image
The Oxford Handbook of Feminist Philosophy