Header Paragraph

Fyrirlestur Jesper Kallestrup

Image

Jesper Kallestrup flytur málstofuerindi föstudaginn 27. maí kl. 15:15 í stofu 301 í Gimli sem nefnist: Nonreductive Group Knowledge.

Ágrip: Mikilvæg spurning í félagslegri þekkingarfræði varðar þekkingarfræðilega stöðu hópa. Almennt samkomulag er um að hópar geti haft til að bera þekkingu en skiptar skoðanir eru um hvort slíka þekkingu megi smætta niður í þekkingu einstaklinga innan hópanna. Í þessu erindi verða færð rök fyrir veikri útvíkkunarkenningu en samkvæmt henni er sum en ekki öll þekking hópa eitthvað annað og meira en þekking einstakra meðlima hópsins. Þessi skoðun fer bil beggja milli smættunarkenningarinnar, sem kveður á um að alla hópþekkingu megi smætta niður í þekkingu einstaklinga, og sterku útvíkkunarkenningarinnar, sem kveður á um að slík þekking hvíli ekki einu sinni á eiginleikum einstaklinganna sem í hópnum eru. Samkvæmt þessu er ekki unnt að smætta alla hópþekkingu, en öll slík þekking á rætur að rekja til eiginleika einstaklinga og er því ekki óháður þeim.

Jesper Kallestrup er prófessor í heimspeki við Háskólann í Aberdeen í Skotlandi. Rannsóknir hans eru einkum sviði þekkingarfræði og hugspeki, en hann fæst einnig við frumspeki, málspeki og heimspekilega aðferðafræði.  

Image