Header Paragraph

Heimspekilegar hugvekjur gegn matarsóun

Image
Rakel Jónsdóttir

„Verkefnið er innlegg í orðræðuna um matarsóun og er hugsað sem hvatning fyrir almenning að skoða sína eigin matarhegðun. Ég kalla Matarsófíunar hugvekjur og vonast til þess að þær verði einmitt til þess að vekja fólk til þess að horfa á hlut eins og mat, sem er svo samtvinnaður lífi manns, á annan hátt,“ segir Rakel Jónsdóttir,  útskrifaður menningarmiðlari frá Háskóla Íslands og sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona, um útvarpsþætti sem hún vann með stuðningi Nýsköpunarsjóðs námsmanna í fyrrasumar. Rakel er meðal þátttakenda á Hugvísindaþingi sem fram fer í Háskóla Íslands dagana 11. og 12. mars.

Þættirnir Matasófíur voru fluttir á Rás 1 í desember síðastliðnum og í þeim segist Rakel skoða tengsl manns við mat á ólíkum söguskeiðum og spegla þau við orðræðu samtímans. „Leitast er við að koma með annars konar nálgun á málefni sem varða matarsóun, fæðuöryggi og virðingu gagnvart mat. Verkefnið er því eins konar tilraun til þess að bregðast við því ástandi sem við stöndum frammi fyrir í dag og vera um leið eins konar hugvekja fyrir fólk til þess að horfa í eigin barm og skoða sína eigin matarhegðun og þær tengingar sem það hefur við mat.“

Nánar á hi.is.

Image
Rakel Jónsdóttir