Hvernig ætlum við að hafa heiminn?
Hvers vegna er þessi gremja og pirringur milli kynjanna? Hvað er það í stórum samfélagskerfum og hvað er það í hugmyndum okkar um okkur sjálf sem elur á þessu? Nokkrir heimspekingar eru staddir hér á landi í tilefni af alþjóðlegri heimspekiráðstefnu þar sem fjallað verður um femínískar útópíur. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekiprófessor segir femíníska heimspeki vera róttækt endurnýjunarafl.
Í femínískri heimspeki segir hið femíníska miklu meira en það að vera bara femínísk gagnrýni. Femínísk heimspeki auðgar mannskilning heimspekinnar. Femíníska heimspekin er róttækt endurnýjunarafl af því hún sýnir fram á að grunnhugtök í vísindum ganga oft út frá einhverjum almennum hugmyndum sem taka ekki mið af margbreytileika mannlegs lífs,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekiprófessor þegar hún er spurð að því hvað femínísk heimspeki sé, en á morgun, fimmtudag, verður málþing í Háskóla Íslands þar sem femínískir heimspekingar flytja erindi.