Header Paragraph

Málþing um tilvísun

Image
Elmar Geir Unnsteinsson

Heimspekistofnun Háskóla Íslands stendur fyrir alþjóðlegu málþingi um nýlegar kenningar í hugspeki, málspeki og merkingarfræði. Þingið stendur yfir frá 1. júní til 3. júní og meðal fyrirlesara eru Imogen Dickie (Toronto-háskóli) og Elmar Geir Unnsteinsson (University College Dublin og Háskóli Íslands). 

Viðburðurinn er á vegum rannsóknarverkefnisins Óheilindi og brotakenndur mannshugur (https://www.inframinds.ie/) sem styrkt er af Rannís og University College Dublin.

Þingið fer fram í stofu 202 í Odda. Þátttaka er frjáls en vinsamlegast skráið ykkur með tölvupósti (icelandreference2022@gmail.com). Smellið hér fyrir nánari upplýsingar og dagskrá.

Image
Elmar Geir Unnsteinsson