Header Paragraph

Ný bók um femínískar nálganir í heimspekikennslu

Image

Út er komin hjá bókaforlaginu Springer bókin Sisters of the Brotherhood: Alienation and Inclusion in Learning Philosophy sem fjallar um femínískar nálganir í heimspekikennslu. Höfundur bókarinnar er Erika Ruonakoski, en hún starfaði sem fræðimaður við Erasmus-samstarfsverkefnið Kyn og heimspeki sem var rekið við Háskóla Íslands undir stjórn Sigríðar Þorgeirsdóttur, prófessors í heimspeki við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands.

Verkefnið Kyn og heimspeki var samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans í Osló, Háskólans í Jyväskylä og Álaborgarháskóli sem hófst árið 2015. Efnt var til fjögurra sumarskóla á vegum verkefnisins þar sem kenndar voru nýjar aðferðir náms og kennslu í heimspeki sem byggja á uppgötvunum femínískrar heimspeki. Heimspekinemar úr þessum háskólum sóttu sumarskólanna auk nemenda víðar að úr heiminum. Verkefnastjóri samstarfsverkefnisins var Elsa Haraldsdóttir, doktorsnemi í heimspeki.

Nánari upplýsingar á vef Springer.

Image