Header Paragraph

Rannsóknarverkefni hefst á fyrirlestri Claire Petitmengin

Image

Miðvikudaginn 20. júni kl 15:00 - 16:30 heldur Claire Petitmengin opin fyrirlestur sem mun marka upphafið af rannsóknarverkefninu "Líkamleg gagnrýnin hugsun" eða "Embodied Critical Thinking". Erindið ber heitið "Exploring the hidden side of lived experience through Micro-Phenomenology" og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Nánar um erindið í auglýsingu hér að neðan. ​

Verkefnið „Líkamleg gagnrýnin hugsun“ snýst um kerfisbundna, djúptæka og verklega endurskoðun á gagnrýninni hugsun, bæði sem hugtaki og iðju, með beitingu nýlegra kenninga og rannsókna sem varða líkamleika og reynsluhugsun. Verkefnið gengur út frá þeirri forsendu að í líkamleikanum sé að finna þann týnda þátt sem ríkjandi hugmyndir um gagnrýna hugsun skortir; eða, með öðrum orðum, að líkamleikinn sé sá veruleiki sem við þurfum að leggja til grundvallar þegar gagnrýnin hugsun er endurskoðuð, bæði á sviði kenninga og þjálfunar. Verkefnið hefur þegið styrk frá RANNÍS og er undir stjórn Sigríðar Þorgeirsdóttur, Björns Þorsteinssonar og Donata Schoeller.

Nánar um verkefnið hér. Hér má einnig finna Facebook síðu verkefnisins.

Image