Header Paragraph

Saga kvenna í heimspeki

Image

Út er komin bókin Methodological Reflections on Women´s Contribution and Influence in the History of Philosophy sem Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, og Ruth Hagengruber, prófessor við Háskólann í Paderborn, ritstýra.  

Bókin hefur að geyma safn greina sérfræðinga á sviði sögu kvenna í heimspeki og í henni eru m.a. kynnt aðferðafræðileg hugtök sem miða að því að viðurkenna hlut kvenna í sögu heimspekinnar. Saga kvenna í heimspeki er jafn löng sögu heimspekinnar en hlut þeirra hefur kerfisbundið verið afneitað í opinberri sagnaritun. Þöggun kvenna á 19. og 20. öld í sagnaritun heimspeki var afleiðing karlveldishefðar sem útilokaði konur ekki aðeins frá heimspeki heldur almennt.

Í bókinni ræða leiðandi femínískir heimspekingar aðferðafræði þess að taka konur inn í kanónu og kennsluefni heimspekinnar. Hvernig breytir innlimum hugsuða úr röðum kvenna og fræði þeirra sýn okkar á fortíðina, og hvernig breytir öðruvísi sýn á fortíðina okkur í nútíðinni? Er við kynnumst auðugri og fjölbreytilegri sögu heimspekinnar göngum við inn í heima sem við höfum ekki haft kynni af og höfum ekki haft færi á að nálgast. Bókin mun höfða til heimspekinga og hugmyndasagnfræðinga sem vilja sjá sögu heimspekinnar í nýju ljósi og fá heildstæðari sjónarhorn á þessa sögu.

Nánar á vef Springer útgáfunnar.

Image