Header Paragraph

Þjóðverjar í samstarf við MakeSense rannsóknarverkefnið

Image

Sendinefnd frá Darmstadt, skipuð borgarfulltrúum, mannauðsstjórum fyrirtækja og fræðafólki og nemendum frá Háskólanum í Darmstadt, heimsótti Háskóla Íslands nýverið til að ræða stjórnunarfræði á heimspekilegum nótum. Werner Stork, sérfræðingur í stjórnunarfræðum, fór fyrir sendinefndinni en hann hefur verið í samstarfi við rannsakendur við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands í verkefninu MakeSense.

Hópurinn sat fund með Sigríði Þorgeirsdóttur, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands en hún fer fyrir rannsóknarverkefninu MakeSense. Á fundinum var meðal annars rætt um hugtakið „umskipti“ og þýðingu þess fyrir rannsóknir, faglegt starf og nám. Sigríður segir sendinefndina hafa verið skipaða fólki á nýju sviði viðskipta- og stjórnunarfræða sem skoði hefðbundin stjórnunarlíkön á gagnrýninn hátt. Þau telji ríkjandi líkön ekki lengur fullnægjandi, þau séu ekki lengur trúverðug en það vanti enn ný líkön í þeirra stað.  

MakeSense er leitt af rannsakendum við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands í samstarfi við yfir 20 háskóla og rannsóknarstofnanir víðs vegar um heiminn. MakeSense þróar nýstárlegar aðferðir til líkamlegra og reynslubundinna rannsókna sem liggja á mörkum heimspeki, listrannsókna og vitsmunavísinda.

Sjá vefsíðu MakeSense.

Image